Próftíð er nú lokið hjá Þekkingarneti Þingeyinga þetta árið. Rúmlega eitt hundrað próf voru tekin á tólf dögum í desember í námsverum Þekkingarnetsins á Húsavík, Þórshöfn og í Mývatnssveit. Námsaðstaða setranna var vel nýtt í vetur enda vafalaust strembin törn að baki hjá mörgum. Að þessu sinni var próftíðin þó með þeim eftirminnilegri þar sem óveður geysaði um tíma og rafmagnið fór m.a. af Langaneshúsinu í miðjum prófum. Því var bjargað með kertaljósi og bátalukt enda sat yfir prófinu margreyndur skipstjóri sem er vanur að bregðast við aðstæðum. Þekkingarnetið óskar öllum nemendum til hamingju með próflokin.
100 próf á 12 dögum

Deila þessum póst
Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email