Um þessar mundir stendur yfir skráning í nám hjá Þekkingarnetinu.  Auk styttri námskeiðanna verður fljótlega farið af stað með lengri námsleiðir haustmisseris.  Þekkingarnetið hvetur fólk til að skoða þá áhugaverðu kosti sem í boði eru.  Námsleiðirnar okkar eru sérstaklega hugsaðar fyrir fullorðið fólk sem hefur stutta skólagöngu að baki.  Þær eru fjármagnaðar að mestu leyti af Fræðslusjóði og hafa því mjög lítinn kostnað í för með sér fyrir nemendur.  Hér má nálgast nánari upplýsingar um þessar lengri námsleiðir.  (Sjá líka felligluggann undir „Símenntun“ hér á síðunni).Nam

Deila þessum póst