Samstarfsverkefnið SPECIAL

Evrópska samstarfsverkefnið SPECIAL, Supporting and Promotion EntreComp through Innovative Advanced Learning, snýr að því að nýta mjúka og almenna hæfni til að auka ráðningarhæfi, styrkja starfsferil og sjálfstraust NEETs (ungs fólks sem er ekki í vinnu, námi eða þjálfun) til að styðja þau við (endur)aðlögun að evrópskum samfélögum og vinnumörkuðum eftir COVID. Verkefnið miðar að því að hanna, bjóða upp á og nýta nýstárlegt námsefni þar sem lipurð í hugsun er útgangspunkturinn fyrir alla þróun mjúkrar færni. SPECIAL verkefnið er fjármagnað af Erasmus+ samstarfsáætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar. SPECIAL tekur til sjö stofnana frá sex Evrópulöndum (Rúmeníu, Spáni, Belgíu, Íslandi, Svíþjóð, Ítalíu).

Nú þegar verkefnið nálgast formlegan endapunkt er verið að vinna að lokamarkmiðum, þ.e. að þróa leiðbeiningar og stefnumarkandi tilmæli fyrir verkefnið. Bæði skjölin eru aðgengileg á sex tungumálum (ensku, spænsku, ítölsku, íslensku, rúmensku og sænsku)  á opnum rafrænum fræðsluvettvangi verkefnisins: https://projectspecial.eu

Deila þessum póst