IMG_3949
Smellið á myndina til að fara í myndasafn.

Það var nóg að gera um helgina í námskeiðshaldi en helgarnámskeið voru á tveimur stöðum á vegum Menntasetursins. Í Fræðasetri um forystufé voru rokkarnir þeyttir af stakri snilld og margir metrar af bandi urðu til. Kennarar komu frá Ullarselinu á Hvanneyri þar sem gömul vinnubrögð í ullarvinnslu eru viðhöfð. Fræðasetrið myndaði líka einstaklega skemmtilega umgjörð um þetta námskeið, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Í Menntasetrinu var Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari með víravirkisnámskeið, en skartgripagerð úr víravirki byggir líka á aldagamalli hefð. Námskeiðið var bæði fyrir byrjendur og lengra komna en þetta er í þriðja skiptið sem Júlía heimsækir okkur.

Deila þessum póst