Böbbi í Skálmöld – Í kvöld

Það er ekkert hik á okkur, né Böbba, þrátt fyrir leiðinda veður upp á síðkastið, rafmagnstruflanir og lokanir í leik- og grunnskólum. Böbbi mun telja í kl. 20:30 á Gamla Bauk í kvöld.

Mjög heppilegt að sjónvarpsdagskráin er ömurleg í kvöld, Netflix þættirnir munu bíða rólegir eftir ykkur, barinn á Gamla Bauk er bæði hlýlegur og svalandi og svo lofar Böbbi gríðarlega skemmtilegri og fróðlegri kvöldstund. Þetta er frábær afsökun til að kúpla sig frá sjálfsköpuðu jólastressi og gleyma stund og stað við að hlusta á miðaldra Húsvíking segja söguna af því hvernig hann umturnaðist úr hlédrægum kennara/málara yfir í heimsfræga rokkstjörnu.

Engar afsakanir í boði, það er allt frítt við.  Þið mætið og hafið það gott með okkur á Gamla Bauk í kvöld.

Deila þessum póst