Farið á stúfana

Þær Ditta og Ingibjörg fóru á stúfana í góða verðinu en þær eru að vinna íbúahandbók fyrir erlenda íbúa í Norðurþingi. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar og stefnt er að því að safna upplýsingum um alla helstu þjónustuþætti sem er að finna í Norðurþingi. Í þetta skiptið var förinni heitið á Kópasker og Raufarhöfn þar sem þær ræddu við heimamenn og tóku myndir af fyrir handbókina.

Verkefnið snýst um að gera árangursríka og aðgengilega leið fyrir erlenda einstaklinga sem flytja til Íslands og vilja öðlast þekkingu á meginvirkni nær samfélagsins. Í upphafi var ákveðið að vinna út frá raundæmi í einu sveitarfélagi, þ.e. Norðurþingi og verkefnið var mótað og unnið í samráði við það. Um er að ræða þróun á rafrænni handbók sem samanstendur af upplýsingum fyrir nýbúa og kennsluefni sem hefur það markmið að aðstoða einstaklinga við að aðlagast íslensku samfélagi. Stefnt er að því að handbókin líti dagsins ljós nú í ágúst.

Stöllurnar nýttu ferðina og komu við í útibúi okkar á Þórshöfn en þar er alltaf dásamlegt að koma.

Deila þessum póst