Á eigin skinni

Sölvi Tryggvason verður með fjarnámskeið hjá okkur strax eftir páska. Sölvi gaf nýverið út bókina Á eigin Skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru.

Á fyrirlestrinum verður farið yfir lykilatriði þegar kemur að tengingu milli andlegrar og líkamlegrar heilsu, farið yfir lykilatriðin  í heilsu og þau sett í samhengi á einfaldan og praktískan hátt. Sérstök áhersla verður lögð á hluti sem eru nytsamlegir á þeim sérstöku tímum sem nú eru uppi, eins og leiðir til þess að láta heilann vinna með líkamanum, draga úr kvíða og streitu og lykilaðferðir í að halda ónæmiskerfinu öflugu.

Einnig verður farið yfir lykilatriði í því að halda rútínu þegar fólk þarf að vinna heima hjá sér og hvernig er best að mæta breyttri vinnuaðstöðu.

Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki, þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá þér eða í vinnunni í ró og næði.

Verð: 6500kr.

Hvenær: 14. apríl kl: 13:00-14:00

Félagsmenn í Framsýn og Verkalýðsfélagi Þórshafnar fá námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Hægt er að skrá sig hér

Deila þessum póst