Aðstaða og þjónusta

Þekkingarnetið býður fjarnemum öllum, þ.m.t. háskólanemum, upp á víðtæka þjónustu og aðstöðu til náms.  Stofnunin rekur mönnuð námsver á Húsavík, Þórshöfn og í Mývatnssveit þar sem námsfólk getur fengið sólarhringsaðgang að vinnuaðstöðu sem fullbúin er skrifstofutækjum og -húsgögnum.  Að auki námsaðstöðu með aðgengi eftir samkomulagi á Kópaskeri, Raufarhöfn og Laugum í Reykjadal.    

Á öllum þessum stöðum er nemendum boðið upp á aðstöðu til fjarprófahalds, með samþykki þeirra skóla sem við á í hverju tilviki. 

Þekkingarnetið hvetur alla íbúa Þingeyarsýslu til að nýta sér þjónustuna og fá aðstöðu, ráðgjöf eða námsþjónustu af einhverju tagi. 

Öll þjónusta og aðstaða Þekkingarnetsins fyrir fjarnema í Þingeyjarsýslum er gjaldfrjáls fyrir nemendur (þ.e. innifalin í skráningargjaldi í viðkomandi skóla). 

 

Þjónustustöðvar / námsver Þekkingarnetsins:

Húsavík:

Höfuðstöðvar í Þekkingarsetrinu á Húsavík, Hafnarstétt 3. Háskólanámsver með sólarhringsaðgengi, góð nettenging og fjarfundaaðstaða, kennslustofur, lesrými, vinnuaðstaða fyrir 8-10 (auk starfsmanna annarra stofnana). Vinsamlegast hafið samband við: Guðrún Ósk Brynjarsdóttir: s:464- 5100, gudrun@hac.is 

Þórshöfn:  

Starfsstöð í Menntasetrinu á Þórshöfn. Námsver með sólarhringsaðgengi, góð nettenging og fjarfundaaðstaða, kennslustofa, vinnuaðstaða fyrir 3-5. Vinsamlegast hafið samband við: Heiðrún Óladóttir: s:464-5142, heidrun@hac.is 

Mývatnssveit

Starfsstöð í Mikley. Námsver með sólarhringsaðgengi, vinnuaðstaða fyrir 4 auk aðstöðu til próftöku, góð nettenging og fjarfundaaðstaða. Vinsamlegast hafið samband við: Arnþrúður Dagsdóttir: s:464-5130, ditta@hac.is 

Raufarhöfn:

Námsverpróftöku og fjarfundaaðstaða í Grunnskólanum á Raufarhöfn. Vinsamlegast hafið samband viðHeiðrún Óladóttir: s:464-5142, heidrun@hac.is 

Kópasker:

Námsver, próftöku- og fjarfundaaðstaða í skólahúsinu á Kópaskeri. Vinsamlegast hafið samband viðHeiðrún Óladóttir: s:464-5142, heidrun@hac.is 

Laugar í Reykjadal:

Námsver, próftöku- og fjarfundaaðstaða í Seiglu. Vinsamlegast hafið samband við: Guðrún Ósk Brynjarsdóttir: s:464- 5100, gudrun@hac.is