Áfram Völsungur

IMG_7652Þessa dagana er Guðmundur Friðbjarnarson að vinna sem sumarnemi hérna hjá okkur. Hann er að starfa fyrir sögnunefnd Völsungs og er fyrst og fremst að safna saman viðtölum við rótgróna Völsunga. Valdir eru einstaklingar fyrir hverja deild innan félagsins og þeir fengnir til þess að segja frá upplifun sinni af starfi sínu og félagsins. Viðmælendur eru valdir af sögunefndinni en í henni sitja Jóhannes Sigurjónsson, Ingólfur Freysson, Jóna Matthíasdóttir, Þorgrímur Aðalsteinsson og Friðrika Guðjónsdóttir. Auk þess situr Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs alla fundi með þeim.

Viðfangsefnið er áhugavert og bendir Guðmundur á að hann fái að kynnast mörgum hérna á Húsavík og ekki skemmir fyrir að hann hefur mikinn áhuga á íþróttum og þá sér í lagi á Íslandi. Hann hefur nú þegar tekið viðtöl við snillinga á borð við Ingimar lækni, Halldór Valdimarsson, Björgu Jónsdóttur, Villa Páls, Védísi Bjarna, Guðrúnu Kristins o.fl.

Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála en verkið verður þáttur í næstu stórafmælisritum Völsungs.

Deila þessum póst