Áhugaverðar upplýsingar safnast upp í sjálfbærniverkefninu „Gaum“

Vöktunarverkefnið Gaumur (áður Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi) heldur áfram að birta áhugaverðar upplýsingar. Þekkingarnetið heldur utan um þetta verkefni, sem Landsvirkjun á frumkvæði að, en sveitarfélög og nokkrir fulltrúar atvinnurekenda á svæðinu eiga einnig aðkomu að því. Eins og áður hefur verið gerð grein fyrir snýst verkefnið um vöktun samfélags, umhverfis og efnahags á svæðinu. Síðustu uppfærslur úr vöktuninni fjalla um breytingar á hlutfalli örorkuþega á svæðinu, kynjahlutföll sveitarstjórnarfólks og skuldahlutföll sveitarfélaga. Framundan á næstu vikum munu birtast uppfærðar tölur um loftgæði á svæðinu, sem og efnahagsþætti.  

Þekkingarnetið hvetur íbúa, námsfólk og ekki síst sveitarfélög og atvinnulífið til að nýta sér þessi mikilvægu gögn.

[Sjá www.gaumur.is]

Deila þessum póst