Það má segja að mildir Miðjarðarhafsvindar hafi leikið um þátttakendur á matreiðslunámskeiði gleðigjafans Alberts Eiríkssonar, en hann var á Húsavík á dögunum með ítalskt matreiðslunámskeið. Gleði, vinnusemi og afslappað andrúmsloft einkenndi námskeiðið og mátti heyra hlátrarsköllin um allan skóla í bland við matarilminn. Fjölmagir réttir voru töfraðir fram og endaði námskeiðið á ljúffengri matarveislu að hætti Alberts. Óhætt er að segja að hér hafi verið skemmtilegt og bragðgott námskeið á ferð.
Albert eldaði á Húsavík

Deila þessum póst
Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email