Allt að verða klárt fyrir haustönn

photo (2)Þekkingarnetið hefur endurheimt starfsmenn sína, einn af öðrum, úr sumarleyfum undanfarna daga. Undirbúningur fyrir haustmánuðina hefur staðið yfir og námskeið septembermánaðar liggja nú fyrir auk þess sem stærri námsleiðir fara fljótlega af stað.

Boðið verður upp á námskeið í Crossfit, iPad og tveimur tegundum af jóga svo dæmi megi nefna. Stærri námsleiðir vetrarins eru Skrifstofuskólinn, Fagnámskeið I – fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu, Fagnámskeið fyrir starfsfólk í leikskóla og Meðferð matvæla. Sú síðastnefnda verður kennd á Þórshöfn en hinar námsleiðirnar á Húsavík.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna undir linknum ,,Skráning á námskeið“ en frekari upplýsingar um stærri námsleiðir munu birtast hér á síðunni fljótlega.

Deila þessum póst