Arnþrúður Dagsdóttir ráðin verkefnastjóri í Mývatnssveit

Arnþrúður Dagsdóttir - Ditta

Þekkingarnet Þingeyinga hefur ráðið Arnþrúði Dagsdóttur í starf verkefnastjóra í Mývatnssveit. Arnþrúður (Ditta) hefur fjölbeytta menntun, m.a. í spænsku, félagsfræði, kennslufræði og stjórnsýslufræði auk BA og MA náms í myndlist. Ditta mun vinna að fjölbreyttum verkefnum fyrir Þekkingarnetið, þ.m.t. námsþjónustu og rannsóknaverkefnum, í nýrri starfsstöð Þekkingarnetsins sem opnuð verður í Mývatnssveit fyrir komandi haustmisseri.
Við bjóðum Arnþrúði velkomna í starfsmannahópinn og hlökkum til að efla starfsemina og auka þjónustu stofnunarinnar í Mývatnssveit og nágrenni.

Deila þessum póst