Þekkingarnetið var að birta ársskýrslu fyrir árið 2019. Í sömu skýrslu er að finna starfsáætlun fyrir árið 2020. Auk þess að birta helstu grunnupplýsingar um stofnunina, reglulega starfsemi og árleg verkefni er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar um starfsemina á liðnu ári.
Í skýrslunni má meðal annars sjá að Þekkingarnetið hélt 72 námskeið á árinu 2019 í um 2.200 kennslustundum og 26 þúsund nemendastundum og sinnti yfir 900 skráðum nemendum. Á árinu 2019 voru tekin 525 námsráðgjafarviðtöl og tekin 246 fjarpróf frá 15 skólum. Á rannsóknasviði var unnið að 11 sjálfstæðum rannsóknaverkefnum á árinu 2019 sem skiptust nokkuð jafnt milli þess að vera útseld verkefni fyrir aðra og frumkvæðisverkefni Þekkingarnetsins. Þá tók stofnunin þátt í þremur alþjóðlegum þróunar- /rannsóknaverkefnum á árinu og hafði fjóra háskólanema í sumarvinnu við rannsóknastörf.
Ársskýrsla Þekkingarnetsins fyrir árið 2019 komin út

Deila þessum póst
Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email