Börn með kvíða – námskeið í kvöld!

Í kvöld (fimmtudag 10/10) verður námskeið um börn með kvíða. Um er að ræða fyrri hluta stutts námskeiðs, sem ætlað er foreldrum eða öðrum sem sinna börnum.  Góð þátttaka er þegar orðin á námskeiðinu en enn er hægt að bæta við örfáum skráningum.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér.

Stutt lýsing:

Börn með kvíða

Á námskeiðinu er farið yfir helstu kvíðaraskanir og hvernig kvíði lærist og viðhelst. Foreldrum eru kenndar hagnýtar og gagnlegar leiðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða og auka hugrekki. Kenndar eru einfaldar berskjöldunaræfingar sem miða að því að hjálpa börnum að komast í gegnum aðstæður sem eru þeim erfiðar og auka sjálfstæði þeirra. Aukin þekking á gagnlegum aðferðum til að aðstoða börn og unglinga við að takast á við kvíða og leiðir til að skipuleggja umhverfið þannig að það ýti undir kvíðalausa hegðun og hugrekki.

Kennari: Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á Þroska- og hegðunarstöð og í Foreldrahúsi, auk þess sem hún hefur rekið eigin stofu sem hefur aðsetur á nokkrum stöðum á landinu. Ester tekur að sér greiningu og meðferð barna- og unglinga, meðal annars vegna samskiptavanda, kvíða, depurðar, ADHD og byrjandi fíknivanda, auk þess að veita ráðleggingar til aðstandenda. Verð: 15.900kr fyrir einstakling en 23.900 fyrir báða foreldra.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X