Þekkingarnetið fékk styrk úr Byggðarannsóknarsjóði árið 2015 til að vinna að rannsóknina „Byggðir og breytingar – raundæmið Húsavík“. Skýrslan hefur nú komið út og má finna í hér á síðunni undir útgefið efni. Margt áhugavert kom fram, bæði með viðtalsrannsókn en einnig niðurstöðum spurningakönnunar sem senda var í hús. Þar var meðal annars horft til hvernig atvinnustoðir bæjarins hafa breyst síðustu áratugi, þar sem öxulþunginn hefur færst frá sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu, yfir á ferðaþjónstu, iðnað, opinbera þjónustu og rannsókna- og þróunarstarf. Þá var einnig spurt út í viðhorf heimamanna til aukinnar ferðaþjónustu og hvernig þeirra viðhorf eru til þeirrar gríðarlegu aukningar sem orðið hefur síðastliðin ár. Hvetjum áhugasama til að kynna sé niðurstöðurnar, skýrsluna má finna hér.