Breytingar á mannfjölda í Þingeyjarsýslum

Hagstofan birti í morgun mannfjöldatölur fyrir 1. janúar 2019. Þar má sjá nokkra fækkun á svæðinu en það má meðal annars rekja til minni byggingarframkvæmda á Bakka. Þingeyingar eru nú 5088 talsins, og ef frá er talið síðasta ár 2018, þá þarf að leita aftur til 2009 til að sjá tölu yfir 5 þúsund. Þekkingarnetið mun taka saman mannfjöldaskýrslu eins og síðastliðin ár þar sem farið er nánar ofaní saumana á mannfjölda, samsetningu, aldursskiptingu og byggðakjörnum.

allt svæði

 

 

 

 

 

 

Mest er fækkun í Norðurþingi en þar fækkar íbúum úr 3234 í 3042 á milli ára

nþing

 

 

 

 

 

 

Íbúar í Skútustaðahreppi ná nú yfir 500 í fyrsta skipti en eru 502 talsins. Nokkur fækkun er í Þingeyjarsveit.

skut

 

 

 

 

 

 

 

Í Langanesbyggð fjölgaði um 23 íbúa og eru þar nú 504 íbúar. Fækkaði um 1 í Svalbarðshreppi.

lnb

 

 

 

 

 

 

 

Þegar horft er til byggðakjarnanna má sjá örlitla fjölgun á Húsavík, Laugum, Bakkafirði og Þórshöfn, Kópasker og Reykjahlíð nokkuð svipuð og í fyrra en nokkur fækkun á Raufarhöfn.

husa

 

 

 

 

 

 

 

þorp

 

 

 

 

 

 

 

Deila þessum póst