Breytingar á starfsemi Þekkingarnetsins

Í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um tímabundið samkomubann og takmarkanir á skólahaldi vegna faraldurs COVID-19 verða eftirfarandi breytingar á starfsemi Þekkingarnets Þingeyinga frá 16. mars til 12. apríl 2020:

Allt nám og námskeiðishald verður fært yfir í fjarkennslu þar sem þess gefst kostur. Öðru verður frestað. Nemendur munu fá upplýsingar um frekara fyrirkomulag strax og það liggur fyrir.

Náms- og starfsráðgjöf verður áfram í boði en leitast verður við að framkvæma ráðgjöfina í gegnum stafræna miðla. Sama á við um raunfærnimat.

Námsveri Þekkingarnetsins fyrir háskólanema verður ekki lokað að svo stöddu, en fjöldi námsmanna verður þó takmarkaður til að fylgja tilmælum yfirvalda um lágmarks fjarlægð á milli fólks.

Starfsmenn Þekkingarnetsins verða áfram við störf á skrifstofunni en til að halda umferð um húsnæðið í lágmarki er mælst til þess að fólk hafi samband í gegnum síma eða tölvupóst: 464-5100 og hac@hac.is.

Dear students,

To prevent the spread of COVID-19, Icelandic authorities have banned gatherings of over 100 people and closed all universities and junior colleges in Iceland from March 16 to April 12.

Consequently, all courses taught at Husavik Academic Centre will be Web based during that period or postponed. Students will receive information on the arrangement as soon as it is available.

For further information please contact the office by phone 464-5100 or e-mail hac@hac.is.

Deila þessum póst