Byggðaráðstefna á Stykkishólmi

Dagana 16-17 október var prýðisgóð byggðaráðstefna haldin á Stykkishólmi á vegum Byggðastofnunar. Þemað í ár var byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman? Ráðstefnuna sóttu um 100 manns víðsvegar að á landinu og voru flutt 20 erindi, þar á meðal frá Þekkingarnetinu. Gréta Bergrún flutti erindi um mannfjöldaþróun og búsetugæði í Þingeyjarsýslum síðustu 10 ár. Þar var farið yfir helstu tölur í mannfjöldaþróun en einnig kynntar frumniðurstöður úr búsetugæðarannsókn sem senda var út á íbúa í Þingeyjarsýslu í sumar og haust.  Þar má finna margar áhugaverðar niðurstöður sem verða betur kynntar síðar enda er könnunin rétt að loka fyrir síðustu svör. Meðal þess sem lesa má úr frumniðurstöðum er að ánægja með atvinnuöryggi hefur aukist marktækt á öllu svæðinu, einnig ánægja með flölbreytni í atvinnulífi sem og launatekjur.  Einnig voru þar spurningar um Bakka og mögulega umskipunarhöfn í Finnafirði sem áhugavert er að skoða. Ætla má að þessar niðurstöður verði klárar um eða eftir áramót.IMG_1528

Deila þessum póst