BRIDGES verkefnið er samstarfsverkefni sem Þekkingarnetið tekur þátt í ásamt fulltrúum frá Danmörku, Finnlandi og Rússlandi. Verkefnið snýr að því að auka samstarf milli Norðurlandanna og Rússlands, en það hefur minnkað mikið undanfarin ár. Megin uppistaðan í verkefninu er að byggja gagnagrunn, sem síðar verður kynntur ítarlegar, þar sem smáfyrirtæki og sjálfseignastofnanir (NGO) geta skráð sig til að komast í samband við aðra aðila í þessum löndum. Gréta Bergrún tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Þekkingarnetsins og var á verkefnisstjórnarfundi í Kaupmannahöfn í lok nóvember. Þar var einnig vinnustofa með dönskum sjálfseignarstofnunum þar sem margt nytsamlegt var rætt og sameiginlegar áherslur landanna er varðar menn og málefni teknar fyrir. Þá hitti verkefnisstjórnin einnig Jens Nytoft Rasmussen, sem vinnur í alþjóðatengslum hjá Norræna ráðherraráðinu. Lokaskref í verkefninu er síðan í maí þegar alþjóðleg ráðstefna verður haldin í Arkhangelsk í Rússlandi.
Jens Rasmussen og verkefnisstjórnin
Vinnustofan með dönskum fyrirtækjum og sjálfseignarstofnunum.
Tatiana frá Arkhangelsk með kynningu.
Gjöf frá Arkhangelsk, listilega máluð og skreytt piparkaka sem hefð er fyrir að gera fyrir jólin. Gömul þjóðtrú segir að það eigi alltaf að geyma eina köku fram að næstu jólum til að kalla ekki yfir ógæfu.
Kaupmannahöfn var í sínum fallegasta jólabúningi.