Davis þjálfun á Húsavík

IMG_8173b

Þessa dagana eru  staddir hjá okkur á Húsavík Sturla Kristjánsson og Jón Einar Haraldsson sem báðir eru Davis lesblinduráðgjafar.

Verkefni þeirra er Davis þjálfun með einstaklingum sem skráðir eru í námsleiðina Aftur í nám sem ætluð er fullorðnum einstaklingum sem glíma við lestrar- og skriftarörðugleika. En um 20 manns skráðir til þátttöku í námsleiðinni í tveimur hópum.

Námið er 95 kennslustundir og sem meta má til allt að 7 eininga á framhaldsskólastigi. Í námsleiðinni er megináhersla lögð á lestrar- og námsfærni þátttakenda og markmiðið að auka hæfni þeirra til starfs og náms og stuðla að jákvæðu viðhorfi til frekara náms.

Námsleiðin skiptist upp í 5 námsþætti: Sjálfsstyrkingu, Davis þjálfun, íslensku, tölvur og náms- og starfsráðgjöf.

Hér má sjá kynningarmyndband um námsleiðina. Enn eru nokkur sæti laus. Upplýsingar og skráningar eru hjá Helenu í síma 464-5106 eða á helena@hac.is

Deila þessum póst