Draugar fortíðar eru föstudagsgestir

Þekkingarnet Þingeyinga bauð upp á föstudagsgesti í fyrstu bylgju faraldursins í vor og nú þegar aðstæður eru krefjandi ætlar Þekkingarnetið  bjóða upp á fróðleik og menningu í lifandi streymi.

Föstudaginn 6. nóvember munu Draugar fortíðar vera með sitt fyrsta live-streymi frá upphafi. Draugar fortíðar er hlaðvarp sem vinirnir Flosi Þorgeirsson og Baldur Ragnarsson halda úti undir hatti Hljóðkirkjunnar. Þeir hittast einu sinni í viku, setjast niður í hljóðverinu og í kjölfarið fræðir Flosi, sem er sagnfræðingur og einn frægasti þunglyndissjúklingur landsins, athyglisbrostna tónlistarmanninn og vin sinn Baldur um hin og þessi áhugaverð mál úr fortíðinni.

Það er Þekkingarnet Þingeyinga sem býður upp á þetta streymi og í þetta skiptið munu þeir Flosi og Baldur fara yfir eitthvað mál sem tengist Þingeyjarsýslunum.

Fylgist því með klukkan 10 á föstudagsmorgun, annað hvort á Facebooksíðu Þekkingarnetsins eða á síðu Drauga fortíðar og sjáið Flosa og Baldur særa fram drauga fortíðar.

Deila þessum póst