Edda Björgvins á Húsavík

Edda Björgvins

 Edda Björgvins er á leiðinni norður, hún verður með námskeið á Húsavík þriðjudaginn 4. apríl frá kl. 18:00 – 20:00.

Námskeiðið verður haldið á Hótel Húsavík og mun Þekkingarnetið bjóða upp á léttan kvöldverð, súpu og brauð.

Það er nokkuð ljóst að þetta verður kvöldstund sem fáir, ef einhverjir, vilja missa af!

 

Eddu Björgvins er óþarfi að kynna. Hún hefur kitlað hláturtaugar landsmanna undanfarna áratugi. Þessi námskeið hennar hafa heldur betur slegið í gegn, þannig að við lofum ykkur léttri, skemmtilegri og mannbætandi kvöldstund.

HAMINGJA, HLÁTUR OG GLEÐI OG  Á VINNUSTAÐ – DAUÐANS ALVARA!

Er hægt að mæla hamingju og auka hamingju? Er hlátur heilsubót og er hægt að beita húmor til að efla tengsl og bæta starfsanda?

Allar manneskjur þrá hamingju. Ekki bara vilja flestir jarðarbúar  njóta hamingju, heldur sýna rannsóknir að hamingjusamt fólk er orkumeira, duglegra, sveigjanlegra, þjáist síður af streitu og er dýrmætara heiminum.

Edda Björgvins hefur unnið með húmor og hlátur sem hamingjuaukandi afl, skrifað meistararitgerð um húmor í stjórnun og hefur nýverið lokið diplómanámi á meistarastigi í Jákvæðri Sálfræði (HÍ) þar sem bættust við fjölmörg verkfæri í „hamingju-skjóðuna“

Starfsánægja eykst þar sem fólk brosir og hlær saman og gleðin styrkir ónæmiskerfið. Forvitnilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hlátur og hamingja auka lífsorku og bæta heilastarfssemi. Markmiðið með þessu námskeiði er aðbæta líðan starfsfólks, gera góða vinnustaði enn betri og auka hamingju einstaklinga.

Við erum í svo miklu stuði og erum orðin svo spennt að fá Eddu til okkar að við höfum ákveðið að henda í hópafslátt. Ef 10 eða fleiri skrá sig í einu neglum við í 2 fyrir 1.

Skráning er í fullum gangi og fer fram í síma 464-5100 eða á https://www.namsnet.is/hac/applications/?progid=55087

Mælum samt með því að ef þið eruð að skrá hópa að hringja.

Deila þessum póst