3 systur í vinnu hjá Þekkingarnetinu

Það er ekki á hverjum degi sem þrjú systkin vinna samhliða á einum og sama vinnustaðnum. A.m.k. hefur það ekki gerst áður hjá Þekkingarneti Þingeyinga.  Þetta sumarið starfa systurnar Birna, Erla Dögg og Kiddý Ásgeirsdætur allar hjá stofnuninni. Erla Dögg hefur verið um nokkurra ára skeið náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri á símenntunarsviði. Síðasta árið hefur Kiddý starfað við húsumsjón samhliða háskólanámi sínu og er nú í sumar einnig í rannsóknastörfum. Birna er einnig í háskólanámi og hefur nýtt námsaðstöðu Þekkingarnetsins undanfarin misseri en var ráðin til starfa við tímabundið rannsóknaverkefni nú í sumar.

Systurnar
Systurnar góðu Birna, Erla Dögg og Kiddý

Deila þessum póst