Fiskvinnslunámskeið haldin milli hátíða

Oftast er nú rólegt yfir námskeiðahaldi Þekkingarnetsins yfir jólahátíðin en þetta árið er því ekki svo farið því kennsla á fiskvinnslunámskeiðum stendur yfir núna alla virka daga milli hátíða.  Um er að ræða námskeið fyrir sérhæft fiskvinnslufólk, sem haldin eru í samstarfi við fiskvinnslufyrirtækin.  Þessi námskeið eru kjarasamningstengd og geta stundum leitt til framgangs í launum fyrir starfsmenn. Mikið er lagt upp úr samstarfi við skrifstofu stéttarfélaganna á starfssvæði Þekkingarnetsins við undirbúning fiskvinnslunámskeiðanna.  Á nýju ári mun svo hefjast undirbúningur sambærilegra námsleiða fyrir starfsfólk í kjötvinnslu á svæðinu.

IMG_7797

IMG_7793
Ingólfur Freysson kennir skyndihjálp á fiskvinnslunámskeiði á Húsavík.

Deila þessum póst