college-clipart-advisor-5

 

Þekkingarnetið býður upp á áhugasviðsgreiningu fyrir einstaklinga.  Áhugasviðsgreiningar eru notaðar til þess að greina áhugasvið einstaklinga á öllum aldri og hvar sem þeir eru staddir í lífinu. Þær eru ætlaðar til að auka sjálfsþekkingu viðkomandi og geta nýst við náms- og starfsval og gefið vísbendingar um hentugan starfsvettvang eða þróun í starfi fyrir viðkomandi.

Náms- og starfsráðgjafi túlkar greininguna og veitir ráðgjöf varðandi næstu skref, sé þess óskað.

Áhugasviðsgreiningin er í boði fyrir alla og er þjónustan að kostnaðarlausu.

Hægt er að panta tíma í síma 464 5100 eða hjá náms- og starfsráðgjafa beint; Guðrúnu Helgu Ágústsdóttur (gudrunhelga@hac.is)

Deila þessum póst