Og sólin hækkar á lofti á ný…

Það er óhætt að segja að náttúran hafi skartað sínu fegursta þegar Erasmus teymi ÞÞ vann að lokaskýrslu Sustain-It verkefnisins í Mikley þekkingarsetri í Mývatnssveit í dag. Þar var glampandi sól, logn og fimmtán stiga frost. Verkefnið er nú á lokametrunum og hefur gengið með ágætum undir dyggri stjórn Dittu okkar. Samstarfsaðilar Þekkingarnetsins í verkefninu eru átta og koma frá sex þjóðlöndum svo það hefur verið heilmikil áskorun að bregðast við breyttum aðstæðum í miðjum heimsfaraldri. Allt hefur þó gengið vonum framar með fundarhaldi í netheimum og lausnamiðuðum þátttakendum. Alls er unnið að fimm Evrópuverkefnum hjá Þekkingarnetinu þessa dagana og því mikið líf og fjör.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X