Að vinna með vitinu

Nýverið gaf hið alþjóðlega þekkta útgáfufyrirtæki Penguin út skemmtilega bók. Egill nokkur Bjarnason er höfundur bókarinnar, sem hefur þegar fengið góðar viðtökur. (Sjá t.d. umfjöllun in The New York Times). Egill á auðvitað allan heiður af þessu verki sjálfur. En það sem tengir Þekkingarnetið örlítið þessu verki er að Egill hefur unnið bókina að nokkru leyti í þekkingarsamfélaginu á Hafnarstéttinni á Húsavík. Hann hefur þannig verið einn af frumkvöðlunum, sem er útveguð vinnuaðstaða og umhverfi til sinna eigin störfum við skapandi vinnu á heilsársvísu. Þekkingarnetið hefur alla tíð litið á það sem eitt af hlutverkum sínum að hýsa fólk við þekkingarstörf til lengri eða skemmri tíma, sé þess einhver kostur, en húsrými hefur oft sett þessu takmörk í gegnum árin. En um þessar mundir er stofnunin að vinna að opnun „alvöru“ frumkvöðlaseturs, með sérhæfðri aðstöðu og tækjum og búnaði fyrir fólk til að  fikta sig áfram við nýsköpun af ýmsu tagi. Áfram verður líka mikil áhersla lögð á að taka opnum örmum á móti fólki – einstaklingum eða hópum – sem vinnur með vitinu einu saman (eins og honum Agli) og þarf ekki annað en borð og stól og aðlaðandi samfélag til að drekka kaffið sitt.

Þekkinganetið hefur þá framtíðarsýn að þekkingarsamfélagið við höfnina á Húsavík verði á næstu árum eitt hið líflegasta og áhugaverðasta í byggðum landsins. Þar verði suðupottur hugmynda og nýsköpunar sem dragi að sér fólk og ali af sér verkefni af margvíslegu tagi.

(Já, og bókina hans Egils er hægt að kaupa í flestum netverslunum, innlendum og erlendum (t.d. Penninn, Amazon, Goodreads):

Deila þessum póst