Nýverið kom út skýrsla á vegum Þekkingarnetsins sem unnin var á Þórshöfn sumarið 2012. Rannsóknin snerist um áhrif frystingar á gæði makríls en það var Jónína Sigríður Þorláksdóttir, líffræðinemi sem vann að henni fyrir Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn og Matís, í samstarfi við Þekkingarnetið. Skýrslan hefur nú litið dagsins ljós og hefur þegar verið unnið út frá þessum mælingum hjá Ísfélaginu. Alltaf gaman þegar vinna sumarnema hefur jákvæð áhrif. Skýrsluna má finna undir Rannsóknir/útgefið efni.