Ársfundur Gígs

Í rúmt ár hefur starfstöð Þekkingarnets Þingeyinga í Mývatnssveit verið í Gíg í Mývatnssveit. Þar hefur samhliða uppbyggingu á sameiginlegri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfisstofnunar og rannsóknaraðstöðu Ramý byggst upp þekkingarsetur. Þær stofnanir og aðilar sem hafa tekið þátt í uppbyggingunni ásamt Vatnajökulsþjóðgarði sem leiðir verkefnið eru: Umhverfisstofnun, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn (Ramý), Náttúrufræðistofnun Íslands, Þingeyjarsveit, Þekkingarnet Þingeyinga , HULDA náttúruhugvísindasetur, Rannsóknasetur HÍ, Svartárkot menning – náttúra, Land og skógur og Mývatnsstofa. Ársfundur Gígs var haldinn 7. mars þar sem fulltrúar frá þeim stofnunum sem koma að notkun hússins komu saman til að ræða stöðuna og verkefnin fram undan.

Here má lesa meira um fundinn og um opnun listsýningar sem var opnuð sama dag og áhugaverðan fyrirlestur frá nýjum forstöðumanni Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarveit.

 

Deila þessum póst