Ársskýrsla Þekkingarnetsins fyrir árið 2015

skyrslaÁrsskýrsla Þekkingarnetsins fyrir árið 2015 var að koma út. Um er að ræða yfirlit starfseminnar ásamt því að í sömu skýrslu er starfsáætlun fyrir árið 2016.  Í skýrslunni má sjá helstu tölur úr starfseminni og yfirlit verkefna sem unnin voru á liðnu ári.  Árið 2015 var að mörgu leyti mjög gott í starfsemi Þekkingarnetins þar sem óvenju mikill fjöldi nemenda sótti nám og umsvif meiri en liðin ár. Rekstur var þó þyngri en oft þar sem tekjustofnar hafa ekki haldið í við föst og samningsbundin útgjöld.  Þekkingarnetið stendur sterkum fótum, býr yfir miklum mannauði, hefur góða verkefnastöðu sem stendur og er skuldlaust. Þetta gerir stofnunina vel í stakk búna til að takast á við verkefni næstu missera.

Deila þessum póst