Auðlindagarður við Öxarfjörð

CaptureÞað eru góð skilyrði til grænmetisræktunar í Öxarfirði samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Hugrúnar Lísu Heimisdóttir sem hún vann hjá Þekkingarnetinu sumarið 2012. Þar mætti til dæmis rækta fjölda tegunda ávaxta og grænmetis sem eingöngu eru innflutt í dag. Efnismikil skýrsla hefur nú litið dagsins ljós þar sem finna má niðurstöður af þessari vinnu. Heildarmarkmið verkefnisins var að kanna möguleika til vistvænnar og sjálfbærrar grænmetisræktunar á Austursandi í Öxarfirði. Grundvöllur verkefnisins var annars vegar jarðvarminn sem finna má á svæðinu og hins vegar nýting á úrgangi frá matvælaframleiðendum í nágrenninu til áburðarframleiðslu og metanframleiðslu. Athuganir verkefnisins leiddu í ljós að aðstæður á svæðinu henta vel til ræktunar ýmissa tegunda ávaxta og grænmetis sem í dag eru eingöngu innfluttar og sumar hverjar í vaxandi mæli vegna hollustu og annarra eftirsóknarverðra eiginleika. Valdar tegundir ávaxta, grænmetis og korns voru skoðaðar ítarlega meðal annars með tilliti til ræktunar og ræktunarþarfa, möguleika á víxlræktun, markaða svo og hagkvæmni ræktunar. Verkefni var unnið í samstarfi við Nýsköpunarsjóð námsmanna og skýsluna má finna undir Rannsóknir/útgefið efni.

Deila þessum póst