Aukin ökuréttindi.

Námskeið til aukinna ökuréttinda hófst á Þórshöfn um helgina. Mjög góð þátttaka er á námskeiðinu en 17 manns skráðu sig til leiks og sátu einbeittir yfir námsefninu alla helgina. Fólk er að ná sér í hin ýmsu réttindi, allt frá sjúkrabílaréttindum, lítilli rútu og pickup og upp í stóra vörubíla með eftirvagna. Ekki ætti að vera skortur á sprenglærðum bílstjórum eftir þetta námskeið en þeir sem taka mestu réttindin eiga eftir að sitja tvær langar helgar í viðbót. Það er Ökuskóli Austurlands með Pál Sigvaldason í farabroddi sem heldur námskeiðið, en þeir eru víst líka góðir í að baka kleinur og koma með heilu haldapokana af því góðgæti með sér norður yfir heiðar. Þannig að nemendur fá bæði andlega og líkamlega næringu á þessu námskeiði.20181108_170107 20181108_170706

Deila þessum póst