Betur má ef duga skal

Í sumar hafa Þingeyingar margir hverjir fengið beiðni um að svara könnun á vegum Þekkingarnets Þingeyinga og nú í lok sumar er verið að hringja út síðustu þátttakendur. Við þökkum þau góðu viðbrögð sem starfsfólk okkar hefur fengið.  Til að niðurstöður séu marktækar er mikilvægt að fá sem besta svörun og biðlum við því til þeirra sem hefa fengið sendan hlekk á könnunina að svara henni, nú eða þeir sem vilja taka þátt en lentu ekki í úrtaki geta smellt hér og svarað. Sama könnun var send út fyrir 10 árum og því hægt að bera saman niðurstöður úr þessum könnunum og sjá hvaða skoðun Þingeyingar hafa á búsetugæðum , þjónustu og fleiri þáttum samfélagsins. Niðurstöður verða kynntar sérstaklega þegar rannsóknarskýrslan verður klár.Snip_busetu

Deila þessum póst