Í kvöld (fimmtudag 10/10) verður námskeið um börn með kvíða. Um er að ræða fyrri hluta stutts námskeiðs, sem ætlað er foreldrum eða öðrum sem sinna börnum. Góð þátttaka er þegar orðin á námskeiðinu en enn er hægt að bæta við örfáum skráningum.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér.
Stutt lýsing:
Börn með kvíða
Á námskeiðinu er farið yfir helstu kvíðaraskanir og hvernig kvíði lærist og viðhelst. Foreldrum eru kenndar hagnýtar og gagnlegar leiðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða og auka hugrekki. Kenndar eru einfaldar berskjöldunaræfingar sem miða að því að hjálpa börnum að komast í gegnum aðstæður sem eru þeim erfiðar og auka sjálfstæði þeirra. Aukin þekking á gagnlegum aðferðum til að aðstoða börn og unglinga við að takast á við kvíða og leiðir til að skipuleggja umhverfið þannig að það ýti undir kvíðalausa hegðun og hugrekki.
Kennari: Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á Þroska- og hegðunarstöð og í Foreldrahúsi, auk þess sem hún hefur rekið eigin stofu sem hefur aðsetur á nokkrum stöðum á landinu. Ester tekur að sér greiningu og meðferð barna- og unglinga, meðal annars vegna samskiptavanda, kvíða, depurðar, ADHD og byrjandi fíknivanda, auk þess að veita ráðleggingar til aðstandenda. Verð: 15.900kr fyrir einstakling en 23.900 fyrir báða foreldra.