CRISTAL á faraldsfæti

Þann 5.-11. febrúar næstkomandi munu 7 manns heimsækja Västerås í Svíþjóð á vegum CRISTAL verkefnisins (Creative Regions for Innovation, Skills, Technology, Accessibility and Learning). Í hópnum eru 4 kennarar úr Norðurþingi auk starfsmanna Þekkingarnets Þingeyinga, Háskólans á Akureyri og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Tilgangur heimsóknarinnar er að kynna sér áherslur á tækni í sænsku skólakerfi og að vinna að þróun svokallaðrar verkfærakistu og sýndarkennslustofu sem eru tvær þeirra afurða sem eiga að koma út úr verkefninu.

Hópurinn mun heimsækja nokkra staði. Þeirra á meðal eru ABB Industrigymnasium, ReTuna og Tom Tits Experiment. ABB Industrigymnasium er framhaldsskóli þar sem lögð er áhersla á tæknimenntun og frumkvöðlafræði. ReTuna er verslunarmiðstöð þar sem eingöngu eru seldar endurunnar og endurnýttar vörur. Auk þess hafa þeir sem standa að verslunarmiðstöðinni þróað eins árs nám sem á ensku kallast „recycle design“ eða endurvinnslu hönnun. Tom Tits Experiment er vísindasetur þar sem fjölskyldur og skólahópar geta komið og gert hinar ýmsar vísinda- og tæknitilraunir.

Sænskir samstarfsaðilar okkar í CRISTAL verkefninu hafa á undanförnum misserum unnið að því að þróa veflægt þekkingarsetur sem mun meðal annars innihalda verkfærakistu fyrir kennara á öllum skólastigum og sýndar kennslustofu. Hópurinn mun í ferðinni koma að þeirri vinnu með því að prufukeyra verkfærin og koma með tillögur að frekari þróun þannig að afurðirnar muni nýtast kennurum sem best í framtíðinni.

17353306_10212565546638704_8549128409873073465_n (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá hluta hópsins ásamt erlendum samstarfsaðilum fyrr á árinu þegar hópurinn lagði land undir fót og heimsótti Sikiley til að afla sér þekkingar tengda sjálfbærni og tækni.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X