Crossfitnámskeiði lokið

Síðastliðna viku hefur staðið yfir námskeið í Crossfit en þar hefur hópur af áhugasömu fólki lært undirstöðuæfingar í crossfit undir dyggri leiðsögn Arnþrúðar Eikar Helgadóttur frá Crossfit Hamri á Akureyri. Arnþrúður hefur sjálf stundað crossfit í fjögur ár og rekið, ásamt fleirum, crossfitstöðina Hamar á Akureyri síðustu tvö árin.

Kennslan fór fram í húsnæði Töff heilsuræktar þar sem tekið var verulega á því í fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum og er útlit fyrir að einhverjir finni fyrir strengjum um líkamann eftir öll átökin.

Hér má sjá nokkrar myndir af námskeiðinu:

IMG_5142

IMG_5114

IMG_5121

IMG_5117

IMG_5135

Og fleiri myndir hér…..

Deila þessum póst