Það hefur verið nóg að gera hjá starfsfólki Þekkingarnetsins undanfarnar vikur. Nemendur á námskeiðum og námsleiðum hafa fyllt kennslurými á Hafnarstéttinni flesta virka daga. Nú undanfarið hefur það verið bæði á dagvinnutíma og einnig seinniparta og kvöld. Háskólanemar vinna sinn vinnudag í lesrýminu og sækja fjarfundi á milli.
Hér að neðan eru nokkrar myndir úr daglegu amstri starfsmanna á setrinu að morgni öskudags:
Erla Dögg og Alli Sævar tölvuþrjótur sitja einbeitt við skjáina. (Erla vinnur ávallt með sálumessu Brahms í eyrunum).
Hilmar Valur er verkefnastjóri á daginn en dramatískur stórleikari hjá Leikfélagi Húsavíkur á kvöldin.
Á Náttúrustofu Norðausturlands sinnir kvenfólkið (Stella og Sissa) raunverulegri vinnu á meðan karlmennirnir skoða fugla sér til gamans þegar vel viðrar.
Guðrún Ósk og Sóldís gera allt klárt í að taka á móti hundruðum syngjandi öskudagsbarna í afgreiðslunni.
Viðhaldsteymi setursins (Óli og Oggi) er óvígur her þegar kemur að handverki og viðhaldi.
Karólína heldur uppi heiðri háskólanema í námssetrinu og situr við lestur eins og alla aðra daga.
Huld og Lilja, starfsmenn Rannsóknaseturs Háskóla Íslands, sitja svona brosandi alla daga á neðri hæðinni.