Þekkingarnet Þingeyinga stendur fyrir málþingi þann 28 febrúar sem ber yfirskriftina: Tækifæri og áskoranir í Þingeyjarsýslu – rannsóknir í heimahéraði. Dagskrána má finna hér en áhugasömum er bent á að láta vita af þátttöku (sérstaklega fyrir hádegisverð) í netfangið hac@hac.is eða síma 464-5100. Þekkingarnetið hefur um árabil stundað rannsóknir og félagsvísindalegar kannanir á starfssvæði sínu og gott að staldra aðeins við og skoða þá vinnu sem er í gangi sem og velta upp spurningum um áherslur og stefnur í slíku starfi. Vonumst til að sjá sem flesta.