DEAL á fullri ferð 

Evrópuverkefnið DEAL, sem Þekkingarnet Þingeyinga er aðili að ásamt samstarfsaðilum frá Írlandi, Belgíu, Ítalíu og Spáni er á fullri ferð þessa dagana. Hugmyndin að verkefninu spratt upp frá þeirri staðreynd að skortur á frumkvöðlafærni eldra fólks og atvinnuleysi meðal þeirra er orðið áhyggjuefni víða um  Evrópu. Markmiðið er að nýta tækifærin sem stafrænir miðlar bjóða upp á, sérstaklega í tengslum við atvinnusköpun í eigin rekstri til að snúa þessari þróun við. 

Þessi misserin eru  samstarfsaðilar að þróa og setja upp fræðsluefni og markmiðið er að það verði notendavænt, aðgengilegt og hagkvæmt og geti nýst í ólíku námsumhverfi. Fræðsluefnið verður meginafurð verkefnisins. Það inniheldur einnig aukaefni svo sem dæmisögur, bestu starfsvenjur, krossaspurningar, leiðbeiningar, helstu hugtök o.fl. Helstu áherslur í námsefninu eru: 

  • Hugarfarsbreyting 
  • Vefhönnun 
  • Fjármál 
  • Fyrstu skrefin 
  • Stafræn markaðssetning 
  • Viðskiptatengsl 
  • Efnissköpun 
  • Netöryggi 
  • Lagalegar skyldur 

Fræðlsuefni DEAL verður á fjórum tungumálum (ensku, íslensku, ítölsku og spænsku). Það verður svo prufukeyrt á ólíkum hópum meðal allra samstarfaðilanna í ársbyrjun 2022. Verkefnið er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB.

Hægt er að kynna sér verkefnið betur á heimasíðu DEAL

Deila þessum póst