Dýrindis Drip kökur

Þær voru vægast sagt girnilegar kökurnar sem urðu til á námskeiðinu hennar Sylvíu Haukdal í gær. Þátttakendur lærðu að útbúa ganaché og súkkulaðiskraut og hver og einn fékk svo að skreyta sína köku. Það er ljóst að handtökin voru all nokkur við hverja köku enda er útkoman eftir því. Sylvía er menntaður eftirréttakokkur (pastry chef) og starfar hjá Sætum syndum. Hún  kom norður til að halda tvö Drip köku námskeið á vegum Þekkingarnetsins, annað á Þórshöfn og hitt á Húsavík. Hún heldur úti heimasíðunni sylviahaukdal.is sem er stútfull af girnilegum uppskriftum fyrir áhugasama. Við þökkum Sylvíu kærlega fyrir að koma og kynna þessa vinsælu kökugerðarlist fyrir okkur. (Myndir Sylvía Haukdal).

Deila þessum póst