









Jólasmiðjurnar halda áfram og nú eru það Raufarhafnarbúar sem komu sér í jólaskapið með því að föndra jólakort með ýmsum aðferðum. Þeir sem fá jólakort frá Raufarhöfn í ár geta fastlega gert ráð fyrir að þau séu heimagerð! Sumir voru lengur með sín kort en aðrir en við nefnum engin nöfn. Það geta nefnilega ekki allir verið með föndurgen í fingurgómunum.