STÖNDUM ÞÉTT SAMAN (2 klst.)

Í þessari útfærslu vinnum við með hópinn sem eina heild. Eitt af því sem skilgreinir sterka liðsheild er samstaða og traust. Sterk liðsheild verður ekki til í þvinguðum aðstæðum en vegferðin að sterkri liðsheild reynir á þolinmæði og þrautseigju, mikilvægt er að hópurinn hafi skýra sýn og stefnu. Undistaðan í þessari dagskrá er samvinna. Hér leggjast allir á eitt við krefjandi þrautalausnir og hópurinn fær svigrúm til þess að staldra við, ígrunda og vega og meta sína leið að lausninni. Stöndum þétt saman mun þétta og bæta hvaða starfsmannahóp sem er.

 

DÝNAMÍKIN (2-4 klst.)

Dýnamíkin er hópeflismiðaður kostur fyrir fyrirtæki sem vilja vinna með samstöðu og samheldni starfsmannahópsins. Í Dýnamíkinni rýna þátttakendur í hvaða hlutverki þeir gegna innan heildarinnar útfrá kenningum um vinnustaðamenningu. Hér samsama þátttakendur sig við fyrirframgefin hlutverk og spegla sig í samstarfsfélögum í gegnum ítarlega vinnustaðarýni. Hér skoðar hópurinn hlutverk mismunandi fuglategunda og þarf hver þátttakandi að velja sér fugl sem hann líkist. Að því loknu skoðum við samsetningu hópsins og hvernig hann myndar litskrúðugt fuglalíf. Ásamt því tekst hópurinn á við úrlausn krefjandi verkefna sem krefst virkrar hlustunar, athygli og samskipta. Dýnamíkin hentar fjölbreyttum hópum sem hafa áralanga samstarfsreynslu sem og þeim sem eru að hefja samstarf.

 

FJÖREFLISLEIKAR (2 klst.)

Hér sameinast hlátur og gleði er við skiptum hópnum í lið sem keppa sín í á milli í broslegum og fjölbreytilegum þrautum sem reyna á samskipti innan hvers liðs. Allar þrautirnar eiga það sameiginlegt að enginn hefur forskot yfir næsta mann þar sem þrautirnar teljast afar óvenjulegar. Við kappkostum við að viðhalda háu spennustigi í gegnum leikana. Gott er að taka það fram að hér er enginn einn tekinn fyrir né ýtt úr sínum þægindaramma. Ryðminn í okkar uppleggi snýr að því að lífga upp á og sameina hópinn. Hér verður enginn svikin í dansi gleðinnar.