Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra

Menntasetrið fékk Ökuskóla Austurlands til að halda þrjú af fimm endurmenntunarnámskeiðum sem atvinnubílstjórar þurfa að hafa lokið fyrir 10. september 2018 og sitja síðan á fimm ára fresti.  Mikil þörf er fyrir þessi námskeið hér á Þórshöfn og nágrenni enda voru námskeiðin fljót að fyllast og komust færri að en vildu.  Fyrsta námskeiðið var haldið síðasta sunnudag og tvö í viðbót verða haldin í apríl. Námskeiðið var haldið í húsnæði Björgunarsveitarinnar Hafliða og er óhætt að segja að hvert rúm hafi verið skipað í því ágæta húsi.

Skírteinin skoðuð.
Skírteinin skoðuð.
IMG_3984
Þröng á þingi.
IMG_3983
Húsfyllir í Hafliðabúð.

IMG_3982

Deila þessum póst