Haustið er framundan og skólarnir að hefjast. Ungmennin flykkjast í framhaldsskólana og háskólana en fullorðið fólk hefur ýmsa valkosti líka. Mikill fjöldi námsgreina er í boði að hluta eða öllu leyti í fjarnámi og ennfremur er hægt að velja sér námshraða við hæfi, samhliða vinnu eða í fullu námi. Þekkingarnetið hefur það meginhlutverk að styðja við fullorðið fólk sem er í námi eða hyggur á nám. Fyrstu skrefin er oft gott að taka með samtali við náms- og starfsráðgjafa, en Þekkingarnetið býður þá þjónustu um allt sitt starfssvæði, eftir óskum hvers og eins, og ávallt án endurgjalds eða nokkurra skuldbindinga fyrir einstaklinga. Þá rekur stofnunin námsaðstöðu víða um Þingeyjarsýslu þar sem nemendum er tryggð les- og vinnuaðstaða með sólarhringsaðgengi, einnig án endurgjalds.
Þekkingarnetið hvetur allt fullorðið fólk sem íhugar nám eða er þegar skráð til náms, til að hafa samband og sjá hvort þjónusta stofnunarinnar getur ekki nýst.
Helstu tengiliðir vegna námsvera og námsaðstöðu eru hér – en að auki er ávallt hægt að hafa samband við aðalstarfsstöð Þekkingarnetsins á Húsavík í síma 464 5100 og netfanginu hac@hac.is.
- Húsavík og nærsvæði: Þekkingarsetrið á Hafnarstétt – 464 5100 – gudrun@hac.is – gudrunhelga@hac.is
- Norðursýsla: Menntasetrið á Þórshöfn – 464 5144 – heidrun@hac.is
- Suðursýsla: Mikley Þekkingarsetur Mývatnssveit – 464 5130 – ditta@hac.is