Ertu Rokkari í þér?

250px-RokkurÞá erum við með námskeiðið fyrir þig. Að vinna ull í fat er námskeið  í að vinna ull þar sem gömul vinnubrögð eru viðhöfð. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn í að vinna ull í fat. Farið verður í aðtaka ofan af, en þá er togið aðskilið frá þelinu, kemba ullina og spinna á rokk. Þátttakendur fá leiðsögn í spuna á rokk og í lok námskeiðs eiga allir að vera orðnir sjáfbjarga við spunann. Kennarar koma með rokka og efni. Boðið verður upp á léttar veitingar í hádeginu. Námskeiðið er haldið í Fræðasetri um forystufé á Svalbarði í Þistirfirði. Leiðbeinendur koma frá Ullarselinu sem er vettvangur handverks- og hannyrðafólks á Vesturlandi með áherslu á tóvinnu úr úrvals ull.  Leiðbeinendur eru Kristín Gunnarsdóttir og Rita Bach frá Ullarselinu á Hvanneyri.Námskeiðið er 14 klst. langt og kostar 30.000.

 

 

Deila þessum póst