Efni í umhverfi barna

08nov10:00Efni í umhverfi barnaLOFTUM - Námskeiðið er eingöngu ætlað starfsfólki og kjörnum fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.10:00(GMT-11:00)

Nánar um viðburð

Efni í umhverfi barna – námskeið fyrir SSNE

Námskeiðið er eingöngu ætlað starfsfólki sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.

Fyrirkomulag: Kennt í rauntíma í gegnum Zoom. Boðið verður upp á 3 tímasetningar:

Efni, efnablöndur og hlutir sem innihalda efni eru allt í kringum okkur. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir skaðlegum efnum, t.d. hormónaraskandi og ofnæmisvaldandi efnum, og það getur virst óvinnandi vegur að forðast afleiðingar efna á líkama þeirra og þroska. Það er þó margt hægt að gera til að draga verulega úr efnaáreiti á börn og fullorðna. Í þessu námskeiði verður farið yfir hvers vegna það skiptir máli að vera meðvituð um efnin í umhverfinu og horft til lausna og leiða til að auka heilnæmi umhverfis barnanna okkar.

Meðal þeirra spurninga sem verður svarað eru:

  • Hvar leynast skaðleg efni í umhverfi barna?
  • Hvernig er best að draga úr efnaáreiti á börn?
  • Hvað eru efnasnjallir skólar?
  • Hvernig eflum við efnalæsi okkar?

Markhópur: Starfsfólk í leik- og grunnskólum

Leiðbeinandi: Leiðbeinandi: Kristín Helga Schiöth er menntuð í heimspeki frá HÍ og alþjóðafræðum frá Háskólanum í Árósum. Hún starfar sem verkefnastjóri á sviði umhverfis- og loftslagsmála hjá SSNE. Hún byggir efni námskeiðsins að miklu leyti á opinberum ráðleggingum Svíþjóðar og Danmerkur til foreldra og skólastofnana.

Frekari upplýsingar varðandi LOFTUM námskeið gefa:

Kristín Björk – 460-5724 – kristin@simey.is
Ingunn Helga – 460-5727 – ingunn@simey.is
Hilmar Valur – 464-5100 – hilmar@hac.is

Tími

(Miðvikudagur) 10:00(GMT-11:00)

Staðsetning