Fagenska fyrir heilbrigðisstarfsfólk

09nov14:00Fagenska fyrir heilbrigðisstarfsfólk Námskeið fyrir starfsfólk HSN14:00

Nánar um viðburð

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Ætlað móttöku-,lækna-, og heilbrigðisriturum

Markmið: 

  • Að þátttakendur verði öruggari að tjá sig á ensku.
  • Að þátttakendur byggi upp orðaforða sem nýtist þeim í starfi.
  • Að þátttakendur skilji helstu hugtök á ensku er tengjast starfssviði þeirra.
  • Að þátttakendur geti svarað fyrirspurnum í starfi á ensku, bæði munnlega og skriflega.

Lýsing: Á námskeiðinu er lögð áhersla á starfstengda ensku, þ.e. þann orðaforða sem tengist heilbrigðismálum og öðru sem tengist starfinu. Áhersla er lögð á þjálfun talmáls, með samtölum og vinnu í litlum hópum. Farið er í grunnatriði málfræði og stafsetningar. Kennslustundirnar eru skemmtilegar og líflegar þar sem markmiðið er að gera fólk óhrætt og fært um að tjá sig við þjónustuþega.

Fyrirkomulag: Fjarkennt á ZOOM – Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

Markhópur: Móttöku-,lækna-, og heilbrigðisritarar
Lengd:  4*2 klst. Samtals 8 klst.
Leiðbeinandi: Rósa María Sigurðardóttir
Staður og tími: Kennt FIMMTUDAGANA 9., 16., 23., og 30. nóvember frá kl. 14-16, á ZOOM

Tími

(Fimmtudagur) 14:00

Staðsetning

Netnámskeið