Félagsliðabrú

FélagsliðabrúYear Around Event (2024)(GMT+00:00)

Nánar um viðburð

Vinnur þú við umönnun og vilt efla þig í leik og starfi? Námið er sniðið að þörfum fólks sem starfar við umönnun aldraðra, sjúkra, fatlaðra og/eða við heimaþjónustu. Það er einingabært og kennt samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla. Félagsliðar vinna á sviði félags- og umönnunarþjónustu. Í starfinu felst að aðstoða og styðja einstaklinga til virkni í samfélaginu. Félagsliðar aðstoða börn og unglinga í félagslegum vanda og þjónusta fatlaða, aldraða og fólk með geðraskanir svo dæmi séu tekin. Félagsliðar styrkja skjólstæðinga sína til að hjálpa sér sjálfir og örva þá til þátttöku í samfélaginu.
Félagsliðar vinna í samstarfi við aðrar fagstéttir á öldrunar- eða geðsviði, innan félagsþjónustu eða í skólum og eru einnig í samskiptum við aðstandendur skjólstæðinga sinna.

Innihald námsins eru félags-, sál- og uppeldisgreinar sem og sérgreinar á sviði fötlunar- og öldrunarþjónustu.

 

Raunfærnimat fyrir námið verður í boði vor-sumar 2024

Matið getur stytt námsleiðina töluvert og er í boði fyrir þá sem eru a.m.k. 23 ára og hafa 3 ára starfsreynslu.

Þau sem ljúka raunfærnimati eiga möguleika á því að taka námsleiðina á einu ári og ljúka þá námi vorið 2025.

Kennsla hefst haust 2024

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband á hac@hac.is eða í síma 464-5100

Tími

Year Around Event (2024)(GMT+00:00)