Fjármál við starfslok - Starfslokanámskeið
13sep17:00Fjármál við starfslok - StarfslokanámskeiðNámskeið fyrir starfsfólk HSN17:00

Nánar um viðburð
Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN). Það er aldrei of snemmt að huga að starfslokum og mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að undirbúningur þeirra stendur í
Nánar um viðburð
Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Það er aldrei of snemmt að huga að starfslokum og mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að undirbúningur þeirra stendur í raun yfir alla starfsævina.
Námskeið um það sem mikilvægast er að hafa í huga við undirbúning starfsloka. Meðal þess sem rætt verður um er úttekt lífeyris og séreignar, skattamál, greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar og skipting lífeyris með maka.
Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Hann starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans. Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Björn er reglulegur álitsgjafi um fjármál í fjölmiðlum, pistlahöfundur og er höfundur bókarinnar Peningar.
Markhópur: Starfsfólk 48 ára+
Lengd: 2 klst
Staður og tími: Kennt í fjarfundi 13. sept kl. 17:00-19:00
Vefnámskeið um það sem mikilvægast er að hafa í huga við undirbúning starfsloka.
Tími
(Miðvikudagur) 17:00